Framkvæmdir standa nú yfir á byggingu 20 íbúða húss við Maríugötu í Urriðaholti, sem er fyrsta umhverfisvottaða hverfið á Íslandi. Maríugata er í útjaðri hverfisins og stutt er í útivistarperlur, golfvelli og lífríkið við Urriðavatn. Framkvæmdir hófust í ársbyrjun 2022 og er áætlað að sala búseturétta á síðasta ársfjórðungi þessa árs.