Íbúðir við Maríugötu 7 í sölu 18. október nk.

Í húsinu eru 20 íbúðir í mismunandi stærðum, allar með verönd eða svölum sem snúa í suðvestur

Þann 18. október nk. mun Búseti setja í sölu 20 búseturétti við Maríugötu 7 í Urriðaholti Garðabæ. Áætlað er að afhenda íbúðirnar um mitt sumar 2023.

Í húsinu eru fjórar tveggja herbergja íbúðir, sjö þriggja herbergja, sjö fjögurra herbergja og tvær fimm herbergja íbúðir, búnar öllum helstu nútímaþægindum. Bílskúrar fylgja átta íbúðum og geymslur hinum tólf. Öllum íbúðum fylgir verönd eða svalir sem snúa í suðvestur.

Urriðaholt er fyrsta umhverfisvottaða hverfið á Íslandi og hefur því marga kosti. Að auki er hús Búseta staðsett í jaðri hverfisins þar sem stutt er í útivistar- og náttúruperlur á borð við Urriðavatn, Heiðmörk og Urriðavöll. Mikið útsýni er yfir gróin svæði allt til Bláfjalla.

Heilsíðuauglýsing verður birt í Fréttablaðinu 18. október og allar íbúðirnar auglýstar á vef Búseta, www.buseti.is. Þar verður jafnframt hægt að nálgast frekari upplýsingar um íbúðirnar, svo sem stærð, aðbúnað, verð búseturéttar og mánaðarlegt búsetugjald. Einnig minnum við á vef Maríugötu, mariugata.buseti.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið og hverfið Urriðaholt.

Skoða kynningarbækling