20220812_141957

Um verkefnið

Útsýni allt til Bláfjalla

Öll nútímaþægindi

Búseti byggir við Maríugötu 7 fimm hæða lyftuhús með 20 íbúðum. Bílskúrar fylgja átta íbúðum en geymslur á fyrstu hæð fylgja 12 íbúðum. Í húsinu er fjölbreytt úrval íbúða frá tveggja til fimm herbergja, búnar öllum helstu nútímaþægindum. Fjórar tveggja herbergja íbúðir verða í húsinu, sjö þriggja herbergja, sjö fjögurra herbergja og tvær fimm herbergja íbúðir.

Sýnishorn af íbúðategundum

Grunnmyndir af hæðum

Búseti leggur áherslu á vandað og stílhreint efnisval með tilliti til umhverfis- og hagkvæmnisjónarmiða er varðar rekstur og viðhald. Vandað er til verksins frá upphafi til að huga að hringrásarkerfinu og auka hagkvæmni. Húsið verður klætt loftuðum álklæðningum, gluggar og svalahurðir íbúða verða úr áli og timbri. Allt parket og innréttingar í íbúðunum verða umhverfisvottuð og endingargóð. Hljóðstig innanhúss og á útisvæði verður innan marka reglugerðar um hávaða vegna umferðar ökutækja.

Viltu fá fréttir af Maríugötu?

Með því að skrá þig á póstlista Maríugötu færðu fréttir af framkvæmdum, sölu íbúða og fleiru tengt Maríugötu. Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann.

Þjónusta og umhverfi

Í hverfinu er Urriðaholtsskóli sem rekinn er í anda sjálfbærni og stutt er í verslunarkjarnann við Kauptún. Kaffihús og bar er í hverfinu svo ekki þarf að fara langt til að gera sér dagamun eða sækja sér helstu þjónustu. Í hönnun götulýsinga hverfisins hefur bæði verið tekið mið af þægindum og náttúrlegri lýsingu og að íbúar fái notið stjörnubjartra kvölda og norðurljósa. Þá eru opin svæði innan hverfis skipulögð með útiveru og tómstundir í huga.

Góðar samgöngur eru til og frá Urriðaholti og Mjódd sem er stærsta skiptistöð Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Að auki er stutt í stofnæðir sem auðveldar samgöngur til og frá hverfinu.

Maríugata er staðsett í útjaðri hverfisins

Gengið er inn í húsið frá bílastæði um stakstætt lokað stiga- og lyftuhús sem tengist íbúðum með opnum svalagöngum. Allar íbúðirnar eru með sérafnotareit eða svölum til suðvesturs. Fallegt útsýni er yfir náttúruperlur og gróið umhverfi allt til Bláfjalla.

Framkvæmdir hófust í ársbyrjun 2022 og er áætlað að sala búseturétta verði á síðasta ársfjórðungi þess árs.

Húsið er staðsett í jaðri hverfisins steinsnar frá útivistarperlunni Heiðmörk, fallegum golfvöllum og Urriðavatni, þar sem finna má fjölbreytta flóru gróðurs og fugla.

Hönnuðir

Byggingaverktaki