Samningur við ÍAV undirritaður

Búseti og Íslenskir aðalverktakar hafa undirritað samning vegna byggingar 20 íbúða húss við Maríugötu í Urriðaholti, Garðabæ

Áætlað er að hefja framkvæmdir við Maríugötu 7 fljótlega á nýju ári en fyrsta skóflustunga var tekin 19. nóvember sl. Í húsinu verður fjölbreytt úrval íbúða, frá tveggja upp í fimm herbergja, búnar öllum helstu nútímaþægindum. Bílskúrar fylgja átta stærstu íbúðunum.

Á myndinni eru f.v. Hlynur Örn Björgvinsson verkefnastjóri byggingaframkvæmda hjá Búseta, Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta, Erla Símonardóttir fjármálastjóri Búseta, Þóroddur Ottesen Arnarson forstjóri Íslenskra aðalverktaka og Haukur Magnússon forstöðumaður tilboðsdeildar ÍAV.