Íbúðir við Maríugötu 7 afhentar

Í húsinu eru 20 íbúðir af mismunandi stærðum

Íbúðirnar við Maríugötu í Garðabæ voru afhentar 20 nýjum eigendum 9. júní sl. Hönnuðir hússins eru Arkís arkitektar en það var Sérverk sem smíðaði innréttingar. Íbúðirnar eru allar hinar glæsilegustu.
Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2022 og sala búseturétta hófst í október sama ár. Íbúðirnar 20 eru misjafnar að stærð og fylgir bílskúr átta stærstu íbúðunum. Svalir eða sérafnotareitur fylgja öllum íbúðum.
Maríugata er staðsett í jaðri Urriðaholts sem er umhverfisvottað hverfi. Skóli og leikskóli er starfandi í hverfinu og ýmis þjónusta innan hverfis eða í næsta nágrenni. Stutt er í útivistaperlur og útsýni er víða mjög fallegt.

Rafn Hermannsson forstöðumaður fasteignaumsjónar Búseta afhendir hér Einari Þór Hjartarsyni lykla af íbúð hans við Maríugötu 7