20220812_141957

Um Urriðaholt

Sjálfbært og vistvænt samfélag

Að búa í sátt við náttúruna og umhverfið

Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun skipulags. Í BREEAM vottunarkerfinu er horft til fimm megin efnisflokka sem allir miða að því að meta og bæta sjálfbærni hverfa. Flokkarnir eru:

  • Samráð og stjórnun
  • Félagsleg og efnahagsleg velferð
  • Auðlindir og orka
  • Landnotkun og vistfræði
  • Samgöngur og aðgengi

„Urriðaholt byggir á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna og umhverfið allt." (Úr íbúabæklingnum Velkomin í Urriðaholt - vistvottað hverfi)

Hvað er BREEAM vistvottun?

BREEAM vistvottun þýðir að hverfið býr yfir ákveðnum gæðum svo sem að vera gróðurvænt umhverfi með margvíslegum íbúðastærðum og að íbúabyggð sé í nálægð við gönguleiðir og útivistarsvæði. Fjölbreyttar gönguleiðir og hjólreiðastígar skapa sterk tengsl við náttúruna og hvetur til útivistar.

BREEAM samfélög

Þegar Urriðaholtið verður fullbyggt er áætlað að íbúafjöldi verði um fimm þúsund.

Nánar um Urriðaholt

Íbúabæklingur

Ofanvatni beint í ákveðin farveg

Ofanvatnslausnir eru notaðar í Urriðaholti sem þýðir að innan hverfisins er ofanvatni beint um rásir til opinna svæða og þakvatni beint í jörð innan lóða. Þannig hindrar kerfið að ofanvatn berist óhreinsað í Urriðavatn.

Urriðaholt hefur hlotið viðurkenningar á sviði skipulags- og umhverfismála, m.a. „Awards for Livable Communities“ (LivCom) en verðlaunin eru veitt fyrir lífsgæði í borgarskipulagi.

Nánar um viðurkenninguna í Sveitastjórnarmálum